Bensínflutningabíll valt

Margrét Þóra Þórsdóttir

Bensínflutningabíll valt

Kaupa Í körfu

TÍU þúsund lítrar af bensíni láku á jörðina þegar tankbíll valt á þjóðveginum í Ljósavatnsskarði klukkan rúmlega átta í gærmorgun. Þrátt fyrir gríðarlega hættu í byrjun tókst að fyrirbyggja þá mengun sem óttast var að slysið hefði í för með sér því settar voru upp olíugildrur við skurði og læki auk þess sem bensínið gufaði upp að talsverðu leyti. Bílstjóri tankbílsins slasaðist minniháttar. Beitt var froðu og sandi til að vinna gegn áhrifum bensínmengunarinnar en mestan tíma tók að tæma aðaltank bílsins sem í voru 20 þúsund lítrar af bensíni. Að því loknu var bílnum komið á réttan kjöl og leyst úr gríðarlega miklum umferðarhnút sem myndast hafði við slysstað. Björgunarlið hætti engan veginn á að hreyfa við bílnum áður en tankur hans hafði verið tæmdur og var því að mestu leyti lokið kl. 14.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar