Bifhjólamenn

Sverrir Vilhelmsson

Bifhjólamenn

Kaupa Í körfu

FULLT var út úr dyrum á baráttufundi vélhjólamanna sem haldinn var í Laugardalshöllinni í gærkvöldi vegna þeirra slysa sem orðið hafa í sumar. Margir framsögumenn tóku til máls en af fundargestum mátti ráða að samfélag vélhjólamanna væri slegið vegna banaslysanna þriggja en þau hafa sjaldan verið jafn mörg á jafn skömmum tíma. Mikill vilji var á fundinum til að stofna regnhlífarsamtök utan um vélhjólaklúbba landsins. Menn voru á einu máli um að slíkt væri nauðsynlegt til að vakning gæti orðið meðal vélhjólamanna um hvernig bæta mætti umferðarmenningu. Einnig kom fram töluverð gremja í garð stjórnvalda en vélhjólamenn telja að þau hafi ekki staðið sig sem skyldi við að bæta öryggi þessa hóps ökumanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar