Skrúðganga Sérsveitarinnar

Jim Smart

Skrúðganga Sérsveitarinnar

Kaupa Í körfu

GLATT var á hjalla þegar Sérsveitin hélt sína árlegu sumarhátíð við Hlíðaskóla í gær. Sérsveitin er sérúrræði sem rekið er af Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur fyrir fólk með fötlun. Í sumar hafa um 140 börn og unglingar á aldrinum 6-20 ára tekið þátt í starfi á vegum Sérsveitarinnar á sex stöðum í borginni. Yngstu börnunum var boðið upp á hefðbundið leikjanámskeið. Einnig var starfrækt sérstakt leikjanámskeið sérsniðið að börnum með einhverfu. MYNDATEXTI: Pappakórónur og blöðrur voru áberandi í skrúðgöngu Sérsveitarinnar úr Vesturhlíð að Hlíðaskóla þar sem skemmtidagskrá sumarhátíðarinnar var haldin. Sumir þátttakendur höfðu klætt sig upp sem Spiderman.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar