Íbúar í Hæðargarði

Jim Smart

Íbúar í Hæðargarði

Kaupa Í körfu

Í ÍBÚÐUM fyrir aldraða að Hæðargarði í Reykjavík láta íbúar ekki sitt eftir liggja til að komast í sumarferðalagið. Undanfarin fimmtán ár hafa þeir safnað dósum og flöskum og lagt peninginn sem fæst fyrir þessar einnota umbúðir í ferðasjóð. "Það eru þrjú hús í Hæðargarði sem taka þátt í þessu. Kristinn Óskarsson, einn íbúinn, átti forgönguna að flöskusöfnuninni og hefur séð um hana síðan," segir Jóhanna Þórhallsdóttir sem sér um fjármál ferðasjóðsins. "Það safna allir íbúar flöskum, Kristinn fer með þær í endurvinnsluna og allur peningurinn sem fæst fyrir þær fer í sameiginlegan sjóð. MYNDATEXTI: Hluti af íbúunum að Hæðargörðum að leggja af stað í skemmtiferðina í ár. Lengst til vinstri er Jóhanna Þórhallsdóttir og við hlið hennar stendur Kristinn Óskarsson sem er frumkvöðullinn að söfnuninni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar