Mávurinn í Elliðaárdal
Kaupa Í körfu
LEIKFÉLAGIÐ Sýnir frumsýnir leikritið Mávinn eftir Anton Tsjekhoff í dag klukkan 15 úti undir berum himni í Elliðaárdalnum. Leikstjóri er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson en hann leikstýrði einnig uppsetningu leikfélagsins á Stútungasögu í Heiðmörk fyrir tveimur árum. Leikfélagið Sýnir var stofnað fyrir um tíu árum upp úr leiklistarskóla sem Bandalag íslenskra leikfélaga starfrækir á hverju sumri í Svarfaðardal, viku í senn. Var þá brugðið á það ráð að stofna leikfélag svo eitthvert framhald yrði á starfinu í skólanum. Sýnir er því nokkurs konar sumarverkefni sem setur aðeins upp sýningar á sumrin en allir meðlimir félagsins eru starfandi í öðrum áhugaleikfélögum á veturna. MYNDATEXTI: "Sýningin er nokkurs konar kómísk tragedía," segir Anna Bergljót Thorarensen framkvæmdarstjóri sýningunnar á Mávinum eftir Tsjekhoff.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir