Belle & Sebastian á Nasa
Kaupa Í körfu
SKOSKA hljómsveitin Belle & Sebastian hélt uppi miklu stuði á Nasa á fimmtudagskvöldinu. Emilíana Torrini hitaði upp með glæsibrag og eftir að hún hafði yfirgefið sviðið leið smá tími þangað til Skotarnir birtust við gífurleg fagnaðarlæti. "Ég vona að ykkur líði ekki óþægilega," sagði Stuart Murdoch, söngvari sveitarinnar, þegar hann leit yfir salinn sem var vægast sagt troðfullur og að sama skapi var mjög heitt inni. Troðningurinn virtist aftur á móti ekki skemma mikið fyrir því um leið og sveitin byrjaði á fyrsta laginu, sem var gamall vinsæll slagari, voru flestir áhorfendurnir farnir að dilla sveittu skrokkunum og syngja með. Og þannig hélst stemningin alla tónleikana og sýndi sveitin það og sannaði að hún er frábært tónleikaband. MYNDATEXTI: Liðsmenn Belle & Sebastian voru mjög líflegir á sviðinu
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir