Íslandsmótið í höggleik á Urriðavelli

Brynjar Gauti

Íslandsmótið í höggleik á Urriðavelli

Kaupa Í körfu

HELENA Árnadóttir úr GR er með fimm högga forskot á Ragnhildi Sigurðardóttur úr GR þegar Íslandsmótið í höggleik er hálfnað á Urriðavelli. Helena er samtals á 10 höggum yfir pari vallar eftir að hafa sett vallarmet í gær, 75 högg. Ragnhildur, sem hefur titil að verja á mótinu, lék á 79 höggum í gær og er samtals á 15 höggum yfir pari vallar. Nína Björk Geirsdóttir úr Kili í Mosfellsbæ er þriðja á 18 höggum yfir pari vallar en Nína lék á 80 höggum. "Ég get ekki annað en verið ánægð með hringinn, ég fékk fjóra fugla og var ekki neinum vandræðum," sagði Helena eftir hringinn í gær "Það er erfitt að eiga við vindinn og ég sló ekki lága bolta eða eitthvað slíkt. MYNDATEXTI: Akureyringurinn, Helena Árnadóttir úr GR, setur boltann ofaní holuna á Urriðavelli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar