Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
Kaupa Í körfu
FRANSKIR dagar standa nú yfir á Fáskrúðsfirði, en hátíðin var formlega sett á föstudagskvöld í skrúðgarði staðarins. Blíðskaparveður var við setninguna og var mikið fjölmenni samankomið. Mátti þar sjá fólk úr nágrannabyggðum og einnig brottflutta Fáskrúðsfirðinga sem heimsótt höfðu sinn gamla bæ. Kveiktur var varðeldur og sungið, flugeldum var skotið á loft og var tilkomumikið að fylgjast með flugeldasýningunni í blíðunni. Þetta er í ellefta skipti sem franskir dagar eru haldnir á Fáskrúðsfirði. Hafa þeir hafist með tónleikum Bergþórs Pálssonar í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Bergþór hefur haft sér til fulltingis frábært listafólk og svo var einnig í þetta sinn, en með honum í ár voru Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir og Kjartan Valdimarsson. Þau fluttu franska kaffihúsatónlist, íslensk stemmningslög og lög úr söngleiknum Skrúðsbóndinn eftir Björgvin Guðmundsson. Undirtektir voru afar góðar og léku listamennirnir nokkur aukalög.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir