Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

Erfiðasta frí sem maður fer í, er að veiða lax á Íslandi í viku. Maður þarf að fara í þriggja vikna leyfi til Frakklands á eftir, til að jafna sig. Og fjölskyldan heldur að maður sé hér í indælis afslöppun." Sir Richard Needham er að borða morgunverð í veiðihúsinu við Langá og það er ekki að sjá að hann sé stressaður við veiðarnar, eða þreyttur þrátt fyrir gamansamar yfirlýsingarnar. Klukkan er orðin níu og yfir honum og félaga hans, veiðikonunni Rowan Peto, er ró sem er algengara að sjá hjá erlendum en innlendum laxveiðimönnum á Íslandi. Enda eru Íslendingarnir í hollinu búnir að kasta í tvo tíma þegar þau klæðast vöðlunum. MYNDATEXTI: Hef aldrei skilið af hverju laxinn tekur." Sir Richard Needham nýtur aðstoðar leiðsögumannsins Tim Edwards við að landa laxi í Langá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar