Hildur Bjarnadóttir myndlistarkona

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hildur Bjarnadóttir myndlistarkona

Kaupa Í körfu

HILDUR Bjarnadóttir er tilnefnd til Sjónlistarorðunnar 2006 fyrir yfirlitssýninguna Unraveled í Boise listasafninu í Idaho í Bandaríkjunum undir lok síðasta árs. Á sýningunni voru alls sautján verk af fjölbreyttum toga, það elsta frá 1999 og svo verk unnin á tímabilinu fram til 2005. Hildur vinnur verk sín á nýstárlegan hátt úr textíl sem er sagður ögra þeirri sýn konseptlistamanna að efnisleg útfærsla listaverka sé aukaatriði. Strigaverk Hildar eru í rauninni án myndar en þess í stað er handverkið hið eiginlega verk. Verkin eru í senn handvefnaður og málverk - "í striga fremur en á," eins og segir í umsögn dómnefndar Sjónlistar 2006. MYNDATEXTI: Um verk sín segir Hildur Bjarnadóttir að hún sé ansi nálægt því að mála án þess að mála.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar