Jón Eggert Guðmundsson
Kaupa Í körfu
JÓN E. Guðmundsson, sem gengur með ströndum landsins til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands, mun í dag ljúka tvöþúsundasta kílómetranum af göngu sinni. Í samtali við Morgunblaðið í gær gerði Jón ráð fyrir að þessum áfanga yrði náð rétt fyrir utan Ólafsvík og vonaðist hann til þess að bæjarbúar sæju sér fært að mæta honum og ganga með honum nokkurn spöl. Sagði Jón að honum hefði verið tekið afar vel á mörgum stöðum og margir slegist í för með honum hluta leiðarinnar. Í fyrradag sló Jón persónulegt met þegar hann gekk 40 kílómetra en hann hafði aldrei gengið svo langt á einum degi. Nú á göngugarpurinn 434 kílómetra eftir af leið sinni en hann reiknar með að ljúka göngunni í Reykjavík á Menningarnótt sem haldin verður 19. ágúst næstkomandi. MYNDATEXTI: Jón gengur um Snæfellsnesið um þessar mundir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir