Blönduós

Jón Sigurðsson

Blönduós

Kaupa Í körfu

HAFÍSINN er íbúum við Húnaflóa síður en svo ókunnur þótt hans hafi ekki orðið mikið vart þar hin síðari ár. Engu að síður hefur þessi landsins forni fjandi lónað nær landi undanfarið en oft áður á þessum árstíma. Á Blönduósi var sérstakt Hafíssetur nýlega opnað en þar geta gestir fræðst um það fyrirbæri sem hafísinn er. Setrið er til húsa í Hillebrandtshúsinu, sem er eitt elsta timburhús á Íslandi og sést hér glögglega vinstra megin á myndinni. Húsið var upphaflega reist árið 1877 en var endurgert á síðasta áratug 20. aldarinnar og er óhætt að segja að sú framkvæmd hafi tekist með miklum sóma. Húsið þykir mikil bæjarprýði þar sem það stendur við syðri bakka Blöndu á Blönduósi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar