Hróksmenn halda til Grænlands

Sverrir Vilhelmsson

Hróksmenn halda til Grænlands

Kaupa Í körfu

ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, kvaddi í gær leiðangursmenn í fjórða árlega Grænlandsferðalagi skákfélagsins Hróksins. Flogið var frá Reykjavíkurflugvelli til Grænlands á hádegi í gær. Í kveðjuskyni ávarpaði Þorgerður hópinn, en um 40 manns eru í föruneytinu. Hrókurinn mun efna til margra viðburða á austurströnd Grænlands, fyrir bæði börn og fullorðna. Hápunktur hátíðarinnar er IV. alþjóðlega Grænlandsmótið - Flugfélagsmótið 2006. MYNDATEXTI: Kveðjustund á Reykjavíkurflugvelli áður en haldið var til Grænlands. F.v. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Andrés Burknason, yngsti leiðangursmaður Hróksins, og Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar