Svaðilför Hróksins til Grænlands

Svaðilför Hróksins til Grænlands

Kaupa Í körfu

LIÐSMENN skákfélagsins Hróksins lentu í hrakningum þegar þeir sigldu frá Kulusuk til Tasiilaq á þriðjudaginn þegar borgarísjakar nánast lokuðu siglingaleiðinni inn í höfnina. Hópurinn náði þó með naumindum að komast í gegn en bátur sem sigldi í kjölfar þeirra þurfti frá að hverfa enda lokaðist siglingaleiðin eftir að liðsmenn Hróksins náðu höfn. Það hefur eflaust haft sitt að segja að ísmaðurinn, Sigurður Pétursson, var við stjórnvölinn á bátnum sem var hinn nýi dráttarbátur hans, Þytur, frá Ísafirði. Ísmaðurinn er, eins og nafnið gefur til kynna, ekki alls ókunnugur aðstæðum sem þessum og átti því ekki í miklum vandræðum með að stýra bátnum fimlega fram hjá hverjum borgarísjakanum á fætur öðrum. MYNDATEXTI: Sigurður Pétursson sigldi gegnum ísbreiðuna á dráttarbátnum Þyt sem hann er nýbúinn að sækja til Ísafjarðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar