Forvarnasýning Vinnuskólans

Forvarnasýning Vinnuskólans

Kaupa Í körfu

Hlíðahverfi | Hópur ungmenna við Vinnuskóla Reykjavíkur sem í vor útskrifaðist úr Austurbæjarskóla hefur í sumar unnið að því að skilgreina heilbrigt líferni og forvarnir. Afrakstur þeirrar vinnu er sýning sem nú stendur yfir í þjónustuskála Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða. Unglingahópurinn var fenginn til að rýna í forvarnastefnu Reykjavíkurborgar og velja það sem þeim þótti áhugaverðast hverju sinni og líklegt til að bera árangur í baráttunni gegn vímuefnanotkun ungs fólks. Sýningin tók á sig ýmsar myndir og mátti þar m.a. sjá ljósmyndir, úrklippumyndir, viðtalsmyndband og listaverk unnið úr sígarettustubbum. MYNDATEXTI: Auglýsingar Þorbjörg bendir sýningargestum á það hvaða auglýsingar vöktu athygli hópsins. Í bakgrunninum standa þær Rósa og Priyaphon.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar