Karlahópurinn og V-dagssamtökin

Karlahópurinn og V-dagssamtökin

Kaupa Í körfu

"KARLMENN segja NEI við nauðgunum" er yfirskrift kynningarátaks sem karlahópur Femínistafélags Íslands og V-dagssamtökin standa nú fyrir fjórðu verslunarmannahelgina í röð. Fulltrúar samtakanna hittust á Miklatúni í gær og hentu svifdiskum og spiluðu blak til að undirstrika skemmtanagildi útihátíða. "Verslunarmannahelgin á að vera skemmtileg og það má ekki gleymast í umræðunni um nauðganir og ofbeldi," segir Gísli Hrafn Atlason hjá karlahópi Femínistafélagsins. "En við viljum fá karla til að tala saman og auka umræðuna um þessi mál," bætir hann við. MYNDATEXTI: Fulltrúar karlahóps Femínistafélagsins og V-dagssamtakanna henda svifdiskum á Miklatúni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar