Bruni á Húsatóftum

Sigurður Jónsson

Bruni á Húsatóftum

Kaupa Í körfu

MÉR fannst erfiðast að heyra baulið í þeim gripum sem urðu eftir, það var óhugnanlegt," sagði Vigdís Guðjónsdóttir á Húsatóftum sem ásamt móður sinni, Valgerði Auðunsdóttur, og föður sínum, Guðjóni Vigfússyni bónda, náði með snarræði að bjarga sjö gripum af 40 út úr brennandi fjósinu á bænum um klukkan 6 í gærmorgun. 33 gripir drápust auk landnámshænsna sem voru í fjósinu. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu fékk útkall klukkan 06:20 og kom á staðinn skömmu síðar en þá voru öll húsin alelda og þök fallin. MYNDATEXTI: Vigdís Guðjónsdóttir, Valgerður Auðunsdóttir og Guðjón Vigfússon, bændur á Húsatóftum, framan við brunið fjósið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar