Elfa Rún fær blómvönd frá menntamálaráðherra

Sverrir Vilhelmsson

Elfa Rún fær blómvönd frá menntamálaráðherra

Kaupa Í körfu

Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari vann það afrek á dögunum að verða hlutskörpust í hinni virtu Johann Sebastian Bach-tónlistarkeppni í Leipzig. Ásgeir Ingvarsson ræddi við hana um Bach, námið og tónlistina sem hún hlustar alltaf á fyrir svefninn. Við setjumst niður við stóran og bjartan glugga á fallegu heimili foreldra hennar við Miklatún. Sólin lýsir upp þessa heillandi og brosmildu stúlku, Elfu Rún Kristinsdóttur, sem byrjaði að spila á fiðlu aðeins þriggja ára gömul: "Ég var svo ung að ég hef ekki hugmynd um hvort áhuginn kom frá mér eða foreldrum mínum. MYNDATEXTI: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitti í gær Elfu Rún blómvönd og heillaóskir fyrir sigurinn í Johann Sebastian Bach-keppninni. Á myndinni eru, til vinstri, Lilja Hjaltadóttir og Kristinn Örn Kristinsson, foreldrar Elfu Rúnar, og bræður hennar Kristinn Smári og Andri til hægri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar