Guðmundur Jónsson

Davíð Pétursson

Guðmundur Jónsson

Kaupa Í körfu

fyrrverandi skólastjóri ,kom í heimsókn að Hvanneyri í fylgd sona sinna Sigurðar og Ásgeirs, ásamt hinum trausta samstarfsmanni sínum til margra ára, Magnúsi Óskarssyni, fyrrverandi yfirkennara á Hvanneyri. Guðmundur, sem nú er á 98. aldursári, var ekki einungis kominn til að skoða brjóstmyndina af sér, sem afhjúpuð var við stofnun Landbúnaðarháskólans í sumar, heldur kom hann færandi hendi eins og oft áður. Nú gaf hann skólanum ritvél sína, sem dugði honum allan hans starfstíma á Hvanneyri, frá árinu 1928 til ársins 1972 og síðan til ársins 1995 í Reykjavík. Á myndinni sem tekin var á Hvanneyri fyrrnefndan dag, sést Guðmundur sitja við skrifborð sitt í hinum trausta skrifborðsstól sínum og er ritvélin komin á sinn gamla stað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar