Stella Björk Kristinsdóttir hjá Marel

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Stella Björk Kristinsdóttir hjá Marel

Kaupa Í körfu

Framleiðslufyrirtæki þurfa oft að kynna afurðir sínar á sýningum víða um heim og þá kemur m.a. til kasta Stellu Bjargar Kristinsdóttur sem er sýningarstjóri hjá Marel. Guðmundur Sverrir Þór bregður upp svipmynd af henni. STELLA Björg Kristinsdóttir er fædd 11. nóvember 1966, í Reykjavík, en að öðru leyti er hún Hafnfirðingur í húð og hár. Þegar hún var 4 ára gömul lagði fjölskyldan land undir fót og hélt til náms og starfa í Svíþjóð. " Þegar ég var 12 ára var snúið aftur heim - mér til nokkurrar óánægju, enda afar gott að vaxa úr grasi í Svíþjóð." Þegar komið var heim Hafnarfjörðinn kláraði hún grunnskóla og fór svo í MR þar sem hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut árið 1986. MYNDATEXTI: Veraldarvön Stella Björg Kristinsdóttir hefur búið erlendis meirihluta ævi sinnar en segist þrátt fyrir það vera Hafnfirðingur í húð og hár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar