Íslandsmótið í höggleik lokadagur

Brynjar Gauti

Íslandsmótið í höggleik lokadagur

Kaupa Í körfu

NÝKRÝNDIR Íslandsmeistarar í höggleik í golfi, Sigmundur Einar Másson úr GKG og Helena Árnadóttir úr GR, féllu bæði úr leik í gær á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Grafarholtsvelli. Ottó Sigurðsson úr GKG og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR verja ekki titla sína í ár þar sem þau féllu bæði úr leik. Það er ljóst að nýtt nafn verður grafið á holubikarinn í karlaflokki í ár. Anna Lísa Jóhannsdóttir úr GR og Þórdís Geirsdóttir úr GK leika til úrslita eftir hádegi í dag eftir að undanúrslitaleikjunum í karlaflokki lýkur. Þórdís hefur einu sinni sigrað á Íslandsmótinu í holukeppni, það var árið 1989 þegar mótið var haldið annað sinn. Anna Lísa hefur aldrei sigrað á þessu móti. MYNDATEXTI: Anna Lísa Jóhannsdóttir leikur til úrslita á Íslandsmótinu í holukeppni í dag á Grafarholtsvelli gegn Þórdísi Geirsdóttur en úrslit mótsins ráðast í dag í kvenna- og karlaflokki. Nýr meistari verður krýndur í karlaflokki í ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar