Íslandsmótið í höggleik á Urriðavelli

Brynjar Gauti

Íslandsmótið í höggleik á Urriðavelli

Kaupa Í körfu

UNDANÚRSLIT á Íslandsmótinu í holukeppni í karlaflokki eru á dagskrá fyrir hádegi á Grafarholtsvelli en það er ljóst að nýr sigurvegari verður krýndur í kvöld er keppni lýkur. Ólafur Már Sigurðsson úr GR og Magnús Lárusson úr Kili eigast við og í hinni viðureigninni leika þeir Örn Ævar Hjartarson, GS, og Atli Elíasson, GKj. Keppendur þurfa oftast að leika 36 holur á dag í holukeppninni og geta því leikið allt að 108 holur á mótinu og jafnvel meira ef úrslit ráðast ekki að loknum 18 holum. Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR, og Þórdís Geirsdóttir, GK, leika til úrslita í kvennaflokki en það eru 17 ár frá því að Þórdís sigraði síðast á þessu móti. MYNDATEXTI: Magnús Lárusson og Ólafur Már Sigurðsson leika í undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar