Afslöppun

Jim Smart

Afslöppun

Kaupa Í körfu

ÍBÚAR í stórborgum Evrópu kunna þá list ágætlega að dýfa sér í gosbrunna þegar hitinn stígur óhóflega á þeirra heimaslóðum. En þegar þeir eru á ferðalagi um Ísland og hið ótrúlega gerist, að hitinn mjakar sér upp fyrir 18 stigin, er engu líkara en að skilningur þeirra á hugtakinu hiti og jafnvel "hitabylgja" aðlagi sig nýjum aðstæðum. Alkunna er nefnilega að ekki þarf endilega mikinn hita til að Íslendingar flykkist niður á strönd svo lengi sem sólin skín. Og þá er eins og hitabylgja fylli hjörtu allra, líka þessara Ítala, sem sýndu svolítil evrópsk hitabylgjutilþrif í íslenska ylnum við Nauthólsvík á dögunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar