Ólafur Kristmundsson varðstjóri í slökkviliðinu Selfossi

Morgunblaðið/Sigurður Jónsson

Ólafur Kristmundsson varðstjóri í slökkviliðinu Selfossi

Kaupa Í körfu

Selfoss | "Þetta er fyrst og fremst björgunarstarf sem felst í því að hjálpa fólki í erfiðleikum. Það er þannig sem maður hugsar um starf slökkviliðsmannsins," sagði Ólafur Kristmundsson, bílaviðgerðamaður hjá Toyota og varðstjóri í slökkviliði Brunavarna Árnesinga. Hjá Brunavörnum Árnesinga er Ólafur sá varðstjóri sem lent hefur í flestum útköllum á einni vakt en hver varðstjóri er viku í senn á vakt. "Já, þetta er víst rétt en við erum þrír varðstjórar sem skiptum árinu á milli okkar og vikuna sem við erum á vakt erum við innanbæjar og í góðu kallfæri," sagði Ólafur sem hefur verið í slökkviliðinu síðan 1983 MYNDATEXTI Á verkstæðinu Ólafur Kristmundsson á vinnustað sínum, Toyotaverkstæði Bílasölu Suðurlands á Selfossi, alltaf tilbúinn í útkall hjá slökkviliðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar