Krakkar í Skerjafirði

Jim Smart

Krakkar í Skerjafirði

Kaupa Í körfu

ANNAÐHVORT héldu þessir krakkar að þeir væru staddir á Costa del Sol í eitt augnablik eða að sjórinn í Skerjafirðinum var óvenju heitur þegar þessi mynd var tekin. Þó líta megi á það sem smekksatriði hvað teljist kalt þegar sjór er annars vegar er ljóst að gretturnar á andlitum barnanna virðast aukast í beinu hlutfalli við hversu stór hluti líkamans er kominn ofan í vatnið. Búast má við ágætis veðri á landinu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mun vindur blása úr suðri- og suðaustri á hraðanum 3-8 m/s. Víða verður súld eða rigning, en bjartviðri norðan og austan til fram eftir degi. Hiti 9-18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar