Verslunarmannahelgi í Loðmundarfirði

Steinunn Ásmundsdóttir

Verslunarmannahelgi í Loðmundarfirði

Kaupa Í körfu

Loðmundarfjörður | Talsvert af fólki kom akandi í Loðmundarfjörð um helgina, enda var þar einstök veðurblíða, einkum á laugardag en þá fór hitinn yfir 20 gráður og sólin skein glatt. Það var ekki amalegt að geta hlaupið svo gott sem allsber um í fjöruborðinu til að kæla sig í blíðviðrinu. Fáir höfðu þó næturdvöl, utan hreindýraveiðimenn sem áttu veiðivon í þessum mikilfenglega fjallasal og fjölskyldur frá Egilsstöðum sem kusu að verja hinni miklu ferðahelgi á rólegum nótum, þar sem einu tónleikahaldarar voru fossar og lækir, brimaldan og vellandi spóar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar