Blaðamannafundur á Kjarvalsstöðum

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Blaðamannafundur á Kjarvalsstöðum

Kaupa Í körfu

MENNINGARNÓTT verður í Reykjavík 19. ágúst. Aðstandendur hátíðarinnar, styrktaraðilar og umsjónarmenn öryggismála buðu til blaðamannafundar á Kjarvalsstöðum þar sem kynntar voru helstu breytingar á fyrirkomulagi hátíðarinnar í ár frá því sem verið hefur. Að sögn Hrólfs Jónssonar, formanns stjórnar menningarnefndar og sviðsstjóra framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, verða áherslur Menningarnætur í ár að nokkru leyti aðrar en í fyrra: "Viðburðir verða nú, eins og áður, ókeypis fyrir alla gesti. Hvað dagskrána varðar má segja að við tökum skref til baka, og leggjum nú aukna áherslu á að gera alls kyns minni viðburðum betri skil heldur en verið hefur, og verða til dæmis ekki haldnir stórtónleikar við Reykjavíkurhöfn," segir Hrólfur. MYNDATEXTI: Fjöldi erlendra listamanna mun taka þátt í dagskrá Menningarnætur í ár: Ómar Einarsson, Hrólfur Jónsson og Sif Gunnarsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar