BM Vallá býður upp á tónleika á Menningarnótt

BM Vallá býður upp á tónleika á Menningarnótt

Kaupa Í körfu

EINN AF hápunktum Menningarnætur verður óperutónleikar á Miklatúni með fimm íslenskum stórsöngvurum og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Boðið verður upp á margar helstu óperuperlurnar laugardagskvöldið 19. ágúst kl. 20 á þessum nýjasta tónleikastað borgarinnar. Einnig verða haldnir tónleikar á Akureyrarvöku viku síðar, 26. ágúst kl. 20, í Listagilinu. Það er fyrirtækið BM Vallá sem býður upp á tónleikana og heldur þannig upp á að sextíu ár eru liðin frá stofnun þess. Fyrirtækið var stofnað af Benedikt Magnússyni frá Vallá á Kjalarnesi. Árið 1971 tók Víglundur Þorsteinsson við stjórnartaumnum og er í dag stjórnarformaður fyrirtækisins en sonur hans Þorsteinn er framkvæmdastjóri. MYNDATEXTI: Boðið verður upp á óperuveislu á Miklatúni á Menningarnótt. Frá vinstri: Þorsteinn Víglundsson, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Kristinn Sigmundsson, Guðmundur Óli Gunnarsson og Víglundur Þorsteinsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar