Vígsla á nýjum kirkjugarði í Kópavogi

Eyþór Árnason

Vígsla á nýjum kirkjugarði í Kópavogi

Kaupa Í körfu

Kópavogur | Nýr kirkjugarður var vígður í gær í Leirdal í Kópavogi, við Uppsali neðan Salahverfis. Garðurinn er einkum ætlaður Kópavogsbúum en eins og í flestöllum kirkjugörðum á Íslandi er garðurinn opinn þeim sem þar vilja láta greftra sig. Vökumaður garðsins var jarðsettur í garðinum í gærmorgun. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, hélt stutta ræðu við vígsluathöfnina og sagði m.a. að vígslan markaði spor í sögu bæjarfélagsins en þar hefur aldrei verið kirkjugarður fyrr en nú. Sumarið 2001 úthlutaði bærinn Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma um 12 hektara svæði og verða þar um 13 þúsund kistugrafir og um 5 þúsund duftgrafir. MYNDATEXTI: Karl Sigurbjörnsson vígir nýjan kirkjugarð í Kópavogi en Gunnar I. Birgisson flutti ræðu við vígsluna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar