Handverk 2006

Margrét Þóra Þórsdóttir

Handverk 2006

Kaupa Í körfu

SÝNINGIN Handverk 2006 var formlega sett í Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit síðdegis í gær. Fjöldi sýnenda er þar og kynnir handverk sitt, af ýmsu tagi og geta gestir gleymt sér við skoða allt það sem sýnt er og kynnt. Auk þess sem handverksfólk kynnir varning sinn í íþróttahúsi og tjöldum utandyra geta gestir og gangandi fylgst með handverksfólki að störfum, séð listaverkin verða til. Þannig er verið að smíða hljóðfæri á staðnum, líka risann Bergþór í Bláfelli, ríflega tveggja metra háan, en hann verður fluttur suður á land, að Geysi í Haukadal, þegar verkinu lýkur. MYNDATEXTI: Blómarósir Það kennir margra grasa á handverkssýningunni í ár líkt og vanalega. Þessar tvær voru að búa til rauðar rósir en fjöldi sýnenda kynnir handverk sitt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar