Daniela Sævarsdóttir

Andrés Skúlason

Daniela Sævarsdóttir

Kaupa Í körfu

Djúpivogur | Hjá Papeyjarferðum á Djúpavogi hefur verið árviss venja að afhenda þúsundasta farþeganum sérstaka viðurkenningu. Að þessu sinni var það ung stúlka, Daniela Sævarsdóttir, íbúi frá Garðabæ, sem fékk þann heiður að taka á móti viðurkenningunni sem þúsundasti farþeginn sumarið 2006. Svo skemmtilega vill til að langamma Danielu, Þorbjörg Jónsdóttir, var einmitt fædd í Papey. Það má því sannarlega segja að viðurkenningin hefði ekki getað ratað í betri hendur. Það var Ugníus Didziokas sem afhenti Danielu viðurkenninguna fyrir hönd Papeyjarferða þegar ferjan Gísli í Papey kom að bryggju á Djúpavogi. MYNDATEXTI: Sæfarandi Daniela Sævarsdóttir á rætur í Papey og hlaut viðurkenningu sem þúsundasti farþegi Papeyjarferða í ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar