Tónlistarhópur á leið á tónlistarhátíð á Kirkjubæjarklaustri

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Tónlistarhópur á leið á tónlistarhátíð á Kirkjubæjarklaustri

Kaupa Í körfu

Þriggja daga kammertónleikadagskrá á Kirkjubæjarklaustri hefst í kvöld klukkan 21. Hátíð þessi hefur öðlast fastan sess í tónlistarlífi Íslands en hún var haldin fyrst fyrir fimmtán árum að frumkvæði Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Edda hefur síðan þá séð um listræna stjórnun tónleikanna þangað til í ár en nú er hin unga mezzósópransöngkona Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir tekin við. Auk Guðrúnar verða flytjendur að þessu sinni þau Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari, Stefán Jón Bernharðsson hornleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari ásamt Guðrúnu. MYNDATEXTI: Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari, Stefán Jón Bernharðsson hornleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari ásamt Guðrúnu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar