World Flight for Hearing koma til Reykjavíkur

Sverrir Vilhelmsson

World Flight for Hearing koma til Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

SÆNSKI flugmaðurinn Johan Hammarström sem er á leið umhverfis hnöttinn er nú staddur hér á landi. Takist honum hnattflugið verður hann fyrsti heyrnarskerti flugmaðurinn til að afreka það. Næst er ferðinni heitið til Færeyja og þaðan til Stokkhólms í Svíþjóð þar sem flugið hófst. "Með fluginu viljum við eyða fordómum gegn heyrnarskertum með því að sýna að þeir geta gert hluti jafnvel og aðrir," segir Johan. "Jafnframt viljum við hvetja fólk sem haldið er öðrum líkamlegum annmörkum til að uppfylla drauma sína og ná markmiðum sínum í lífinu." Annað markmið með fluginu er að afla fjár sem renna mun til kaupa á búnaði fyrir heyrnarskerta. "Um níundi hluti jarðarbúa er heyrnarskertur. Af efnahagslegum ástæðum getur mjög takmarkaður hluti þeirra nýtt sér þá tækni sem til staðar er til að gera heyrnarskertum kleift að lifa eins og öðrum," segir Johan. Með Johan í för eru Henrik Ejderholm og Martin Håkansson. Hafa mennirnir þrír átt viðkomu í sex heimsálfum og lagt að baki um þrjátíu þúsund mílur. Ef að líkum lætur verða þeir fyrsta norræna flugteymið til að fljúga kringum heiminn í lítilli flugvél.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar