Kárahnjúkavirkjun í ágúst 2006

Steinunn Ásmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun í ágúst 2006

Kaupa Í körfu

Framkvæmdin öll gengur vel fyrir sig," segir Yrsa Sigurðardóttir, verkfræðingur og rithöfundur, en hún starfar sem tæknistjóri við framkvæmdaeftirlit Kárahnjúkavirkjunar og skrifar glæpasögur og barnabókmenntir í hjáverkum. "Við stefnum að því að hefja vatnssöfnun í Hálslón eftir 15. september, þ.e. þegar rennsli Jöklu er komið niður fyrir ákveðin mörk. Heilborun hefur tafist um tvo mánuði en við sjáum það ekki sem stórt vandamál heldur bregðumst við því með samhliða aðgerðum við frágang." MYNDATEXTI nógu að snúast Yrsa Sigurðardóttir verkfræðingur með hundinn sinn Palla, sem fylgir henni í framkvæmdaeftirlitinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar