Handverk 2006

Margrét Þóra

Handverk 2006

Kaupa Í körfu

HANN er rétt tæpir fjórir metrar," segir Þórarinn Sigvaldason, en hann og félagar hans smíðuðu risagítar, nákvæma eftirlíkingu af Fender Telecaster og er hann nú til sýnis á Handverkshátíðinni sem stendur yfir á Hrafnagili. Félagar Þórarins eru þeir Jón Adolf Steinólfsson, Sigurþór Stefánsson, Stefán Ívar Ívarsson og Örvar Franz Ægisson. Einstakir er nafnið sem þeir gáfu félagssskap sínum, "þetta er hópur útskurðarmanna, flestir eru í Kópavogi, en við erum allir af suðvesturhorninu," segir Þórarinn. MYNDATEXTI Risagítar Þeir eru sex saman í félagi sem kallast Einstakir, sem smíðuðu þennan Fender-gítar, sem verður til sýnis á handverkshátíðinni á Hrafnagili um helgina. Andri, sem var einn sýningargesta, stendur hjá en til hliðar er gítar af venjulegri stærð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar