Hljómsveitin Fræ

Hljómsveitin Fræ

Kaupa Í körfu

Hljómsveitin Fræ heldur tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri í kvöld, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem hljómsveitin heldur tónleika í höfuðstað Norðurlands. Helmingur hljómsveitarmanna er frá Akureyri og í fréttatilkynningu segir að mikil eftirvænting ríki meðal þeirra. Fræ gaf nýverið út plötuna Eyðilegðu þig smá og hafa lög á borð við "Freðinn fáviti" og "Dramatísk rómantík" heyrst töluvert á öldum ljósvakans að undanförnu. Upphitun verður í höndum Sadjei, sem einnig er meðlimur í Fræ. Húsið verður opnað klukkan 21.30 og aðgangseyrir er 1.000 krónur. Tónleikarnir eru opnir öllum aldurshópum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar