Sýning Serge Comte í 101 Gallerí

Sýning Serge Comte í 101 Gallerí

Kaupa Í körfu

ÍMYNDARSKÖPUN og girnd eru meginþema sýningar franska listamannsins Serge Comte sem nú sýnir í 101 Gallerí. Sjö systur nefnir hann sýningu sína, eftir grískri goðsögu um sjö systur, dætur Atlas. Óríon girntist þær en á endanum breytti Seifur þeim í dúfur og þær urðu að stjörnum á festingunni, stjörnuþyrpingunni sem við þekkjum líka undir nafninu Sjöstirnið. Sagan segir að eftir dauðann hafi Óríon síðan verið komið fyrir að baki Systrunum sjö á himinhvelfingunni, og þannig hafi eltingarleikur hans við systurnar verið framlengdur að eilífu eins og sjá má enn í dag. MYNDATEXTI: Frá sýningu Serge Comte sem sést hér með syni sínum Kolbeini M. Comte.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar