Álversandstæðingar mótmæla á Reyðarfirði

Steinunn Ásmundsdóttir

Álversandstæðingar mótmæla á Reyðarfirði

Kaupa Í körfu

Reyðarfjörður | Guðmundur Beck, bóndi á Kollaleiru, fór í gærmorgun í leyfisleysi inn á lóð álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði og tók sér gönguferð inn eftir framkvæmdasvæðinu uns lögregla vísaði honum burt. Fyrirtækið undirbýr kæru á hendur Guðmundi fyrir tiltækið. Þá fóru 8 erlendir mótmælendur úr hópi virkjunar- og stóriðjuandstæðinga sem verið hafa við Kárahnjúka undanfarnar vikur, inn í starfsstöð verkfræðistofunnar Hönnunar á Reyðarfirði og vörnuðu 7 starfsmönnum þar útgöngu. Starfsmennirnir hafa kært atburðinn, sem þeir segja alvarlega frelsissviptingu, til lögreglu. MYNDATEXTI: Brugðið Valgeir Kjartansson, Einar Ísfeldt Ómarsson og Þorvaldur Einarsson hjá Hönnun eru afar ósáttir við framgöngu mótmælenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar