Íslenska landsliðið á ÍR vellinum

Sverrir Vilhelmsson

Íslenska landsliðið á ÍR vellinum

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu æfði á ÍR-vellinum í Mjódd í gærkvöldi fyrir leikinn gegn Spánverjum sem fram fer á Laugardalsvelli klukkan 20 í kvöld. Mikill áhugi er fyrir leiknum en í gær seldust síðustu miðarnir í sætin á vellinum sem eru 10.000 talsins. Í gærkvöldi voru um fjögur þúsund miðar eftir í stæði en þar sem um vináttuleik er að ræða er heimilt að selja miða í stæði. Því má reikna með að 12-14.000 manns leggi leið sína í Laugardalinn og vonandi ná íslensku landsliðsmennirnir að standa uppi í hárinu á þeim spænsku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar