Spænska landsliðið á Laugardalsvelli

Sverrir Vilhelmsson

Spænska landsliðið á Laugardalsvelli

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu mætir firnasterku liði Spánverja í æfingaleik á Laugardalsvellinum í kvöld kl. 20. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem hefst 2. september nk. en þá mæta Íslendingar liði Norður-Íra í Belfast. Fyrsti heimaleikur íslenska liðsins verður svo 6. september er Danir koma í heimsókn. Ljóst er að það verður á brattann að sækja fyrir Íslendinga í kvöld en Spánverjar sýndu glæsilega takta á HM í Þýskalandi í sumar og náðu alla leið í 8 liða úrslit þar sem þeir biðu lægri hlut fyrir Frökkum. Morgunblaðið ræddi við Eyjólf Sverrisson, þjálfara íslenska liðsins, og spurði hann út í leikinn í kvöld. MYNDATEXTI: Cesc Fabregas og Jose Antonio Reyes, leikmenn Arsenal, á æfingu spænska landsliðsins í gær

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar