Hvalur 9

Alfons Finsson

Hvalur 9

Kaupa Í körfu

ÞEIR létu verkin tala Kristján Loftsson, eigandi Hvals, og félagar þegar verið var að undirbúa Hval 9 fyrir að fara í slipp í gærdag. Kristján áætlaði að Hvalur 9 færi upp í slipp stálsmiðjunnar á föstudag en að sögn hans fór skipið síðast í slipp árið 1989. Skipið verður yfirfarið og gert klárt til veiða á hval ef til þess kemur að stjórnvöld gefi leyfi til hvalveiða. Kristján segir að góður markaður sé fyrir hvalkjöt í Noregi og Japan en aðeins vanti að fá að veiða á nýjan leik. "En við verðum klárir þegar það verður leyft," sagði Kristján að lokum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar