Ómar Ragnarsson á Kringilsárrana

Ragnar Axelsson

Ómar Ragnarsson á Kringilsárrana

Kaupa Í körfu

FORSÆTISRÁÐHERRA, Geir H. Haarde, hefur þegið boð Ómars Ragnarssonar um að skoða Kárahnjúkasvæðið með leiðsögn hans. Ómar bauð Geir og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, í ferð með sér en sagði í samtali við Morgunblaðið að Geir hafi hringt í sig í gærkvöldi og þegið boðið fyrir alla ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Ómar var hinn kátasti með þessa lyktan mála og bjóst við að ferðin yrði farin næstkomandi laugardag. Hann var ekki fullviss um að allir ráðherrar flokksins myndu koma með en bjóst ekki við öðru en að það væri lítið mál að leysa ef upp kæmi. MYNDATEXTI: Ómar Ragnarsson hefur í sumar, eins og í fyrrasumar, verið með flugferðir um Kárahnjúkasvæðið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar