Mótmælaaðgerðir á lóð Alcoa Fjarðaáls

Mótmælaaðgerðir á lóð Alcoa Fjarðaáls

Kaupa Í körfu

Reyðarfjörður | Þrettán útlendingar og einn Íslendingur sæta kærum vegna aðgerða sinna á byggingarlóð álvers Alcoa Fjarðaáls í gærmorgun. Þar af eru þrettán sem tóku beinan þátt í aðgerðunum inni á álverslóðinni en sá fjórtándi ók mótmælendum að svæðinu. Fólkið var handtekið af lögreglu í gær og flutt til yfirheyrslu á lögreglustöðina á Eskifirði. Fólkið er kært fyrir að hafa farið í leyfisleysi inn á svæðið og stofnað sjálfu sér og öðrum í hættu. Í kæru Alcoa er m.a. fyrirvari um hugsanlegar skaðabætur vegna vinnustöðvunar. MYNDATEXTI: Með bundna úlnliði Átta mótmælendur voru fluttir með rútu af álverslóðinni á lögreglustöðina á Eskifirði til yfirheyrslu og fimm nokkru síðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar