Fjarnám í búfræðum á Hvenneyri

Davíð Pétursson

Fjarnám í búfræðum á Hvenneyri

Kaupa Í körfu

"Bændaskólinn á Hvanneyri er nú að hefja fjarnám í búfræði. Á undarförnum misserum hefur allmikið verið leitað eftir þessari þjónustu og virðist sem áhuginn sé vaxandi. Bændaskólinn fékk styrk á árinu 1998 frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins til þess að byggja upp námsáfanga í búfræðinámi til fjarkennslu. Nú er verið að ýta verkefninu á flot og eru 19 nemendur skráðir í fjarnámið. Flestir þeirra eru starfandi bændur enda var það forgangshópur sem boðið var upp á þessa nýjung. Þá eru í hópnum fyrrum nemendur skólans sem ekki hafa að fullu lokið búfræðinámi en óska nú að ljúka því. Magnús B. Jónsson skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri tv undirritar samninginn fyrir hönd skólans , með honum á myndinni er Brynjar Stefánsson frá Hugviti hf

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar