Leiguakstur í sólskininu

Ólafur Bernódusson

Leiguakstur í sólskininu

Kaupa Í körfu

EKKI er mikill grundvöllur fyrir rekstri leigubíla á litlum stöðum eins og Skagaströnd, allra síst eftir að eldsneyti á bíla er orðið svona dýrt. Aftur á móti er ef til vill góður grundvöllur fyrir rekstri annars konar leigu-farartækis sem ekki er háð ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs og í öðrum olíuútflutningslöndum. Unnar Sigurbjörnsson lætur að minnsta kosti vel af rekstrinum á sínu farartæki enda er það jafnoft knúið áfram af farþegunum eins og af eigandanum sjálfum. Það er þó sjálfur Unnar forstjóri sem er við stýrið á þessari mynd - enda góðir vinir hans, Dagur og Róbert í farþegarýminu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar