Bæjarstjóraskipti í Bolungarvík

Bæjarstjóraskipti í Bolungarvík

Kaupa Í körfu

Grímur Atlason, nýráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur, og fjölskylda hans voru boðin velkomin til bæjarins á fjölskylduhátíð í Víkurbæ í fyrradag. Grímur var boðinn formlega velkominn til starfa með því að Halla Signý Kristjánsdóttir, staðgengill bæjarstjóra, stóð upp fyrir honum úr táknrænum bæjarstjórastól og hann fékk sér sæti. Grímur tekur við bæjarstjórastólnum af Einari Péturssyni sem tók við sem bæjarstjóri í byrjun ársins 2003. Áður hafði Ólafur Kristjánsson verið bæjarstjóri í sextán ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar