Hvalur í slipp

Ragnar Axelsson

Hvalur í slipp

Kaupa Í körfu

"ÞETTA var nú ekkert meiri gróður en við var að búast eftir svona langan tíma. Menn í slippnum segjast nú hafa séð það svartara," sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., en hvalbáturinn Hvalur 9 var tekinn í slipp gær í fyrsta sinn í sautján ár, því báturinn var síðast tekinn í slipp árið 1989. Aðspurður sagði Kristján að ástæða hefði þótt til þess að kanna botn bátsins eftir allan þennan tíma en Hvalur 9 er einn af fjórum hvalveiðibátum Hvals hf. sem legið hafa í Reykjavíkurhöfn. "Okkur langaði til að skoða hvernig gróðurinn hefur unnið á málningunni," sagði Kristján og benti á að báturinn yrði þveginn í dag og þá kæmi í ljós hvaða skemmdir gróðurinn hefði hugsanlega unnið á botninum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar