Hverafjall í Mývatnssveit

Hafþór Hreiðarsson

Hverafjall í Mývatnssveit

Kaupa Í körfu

MIKIL náttúruspjöll hafa verið unnin á gíg Hverfjalls (Hverfells) í Mývatnssveit undanfarna áratugi með því að orð og myndir hafa verið skrifuð í botn gígsins með ljósu grjóti. Upp á síðkastið hafa ferðamenn málað grjót til þess að skrifa með í gíginn. Elva Guðmundsdóttir, yfirlandvörður í Mývatnssveit, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta framferði ferðamanna hefði staðið yfir í áratugi og sé ekki nýtt af nálinni en þarna sé of langt gengið: "Þetta er of mikið núna. Þetta væri í lagi ef þetta væri ekkert að aukast, þar sem mikið af þessu var gert fyrir mörgum árum og eru orðnar menningarlegar minjar. En þetta er ljótt þegar það er verið að skrifa ástarjátningar og þetta fer að verða eins og veggjakrot." MYNDATEXTI: Orð og myndir hafa verið skrifuð í Hverafjall í Mývatnssveit með ljósu grjóti. Upp á síðkastið hafa ferðamenn málað grjót til þess að skrifa með í gíginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar