Reynir Bergsveinsson með mink

Jim Smart

Reynir Bergsveinsson með mink

Kaupa Í körfu

REYNIR Bergsveinsson, sem er einn fræknasti minkabani landsins, er nýkominn úr árangursríkum veiðileiðangri. Alls féllu 45 minkar fyrir bragði Reynis í Ölfusi, Grímsnesi og við Öxará á Þingvöllum. Undanfarin fjögur ár hefur Reynir unnið baki brotnu við að þróa og prófa svokallaðar minkasíur, sem eru hans eigin uppfinning. Síunum kemur hann fyrir í vötnum og ám þangað sem vargurinn venur komur sínar. Þegar minkurinn hefur fest sig í síunni kemst hann ekki á þurrt og drepst. Oft finnur Reynir þrjá til fjóra minka í hverri síu þegar hann vitjar, en þó kemur fyrir að fleiri dýr séu í hverri síu. MYNDATEXTI: Reynir Bergsveinsson minkabani með eitt þeirra fjölmörgu dýra sem þurft hafa að lúta í lægri haldi fyrir minkasíunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar