Mila Pelaez og Þorbjörn Emil Kjærbo

Jim Smart

Mila Pelaez og Þorbjörn Emil Kjærbo

Kaupa Í körfu

SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld opnaði hin kúbanska Mila Pelaez málverkasýningu á Barnum að Laugavegi 22. Pelaez hefur verið á flakki milli Kúbu og Íslands frá árinu 2004 ásamt eiginmanni sínum, Þorbirni Emil Kjærbo. Þetta er hennar önnur einkasýning hér á landi, en sú fyrri var opnuð á Café Cultura í Alþjóðahúsinu í fyrra. "Ég hef svo mikla ást að gefa og mér fannst því tilvalið að koma hingað þar sem er kalt og deila sól, gleði og ást til fólksins," segir Pelaez. Hún vinnur olíuverk á striga og notar einnig blandaða tækni í mörgum verkunum. Þar koma t.d. við sögu sandur, skeljar og steinar frá ströndum Íslands og Kúbu. MYNDATEXTI: Þau Mila Pelaez og Þorbjörn Emil Kjærbo bjóða til menningarveislu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar